Skólablogg Kittu

Monday, November 29, 2004

Tíminn líður hratt á gervihnattaröld .... og enn erum við að...

Jæja, núna erum við að verða búnar með lagkökuverkefnið. Það var mjög mikil vinna að klippa þetta saman og höfum við allar lært helling á þessu verkefni. Við gerðum líka vefsíðu sem er einstaklega flott - að okkar mati ;) - þegar allt er komið þá set ég nú tengingu á þetta - en þið verðið að bíða aðeins lengur :) ....

Wednesday, November 24, 2004

Þegar líða fer að jólum og það eru samt nokkur verkefni eftir...

Það eru nú ekki nema tvö ;) en ég á sem sagt eftir að glíma við námsefni á vef og setja inn nokkrar myndir og vinna eitthvað með þær í PhotoShop. Er þokkalega sátt við útlitið á nýju skilasíðunni minni http://nemendur.khi.is/kripalsd/Skolastarf/ny_skilasida.htm, sjálfsagt gæti ég dúllað endalaust í þessu - en held að þetta gangi fínt svona.
Við erum búnar að hlaða inn videoupptökunni frá lagkökugerðinni sl. sunnudag. Í fyrramálið verður tekið á því og þetta klippt og skorið og gerð flott stuttmynd. Einnig ætlum við að setja inn upplýsingar um kryddið sem notað var í kökunni, það hefur nú gengið brösótt til þessa að finna eitthvað um það. En Agnes hélt að hún væri nú sennilega með réttu bókina þar sem þessar upplýsingar er að finna. Þannig að við vonum það nú. Það verður mjög spennandi að sjá þessa stuttmynd - sem var þó tæpar 40 mín í upptöku alls. En endanlegur mínútu fjöldi verður eitthvað um 6-8 mín. Sjáum hvað setur.
En lagkakan klikkaði ekki - svakalega góð ;) (það er víst ekki hægt að leyfa ykkur að smakka)

Wiki Pedia ....

Jæja, ég er búin að kíkja aftur á Wiki Pedia http://en.wikipedia.org/wiki/Main_Page- Þetta er svolítið sérstakt finnst mér - að það sé til heimasíða sem allir geta farið inn á og breytt eins og þeir vilja. Þetta er líka alfræði orðabók þar sem er mikið af alls konar upplýsingum. Þetta er á fjölmörgum tungumálum og líka á okkar ylhýra ástkæra máli. http://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a - Þetta er slóðin að íslensku síðunni.
http://is.wikipedia.org/wiki/Wikipedia:Sandkassinn - Þetta er slóðin að svo kölluðum sandkassa þar sem maður getur farið inn á og skrifað svo til það sem maður vill. Það var enginn búin að skrifa á eftir mér. Mér finnst þetta nú það skrýtnasta sem hefur verið kynnt fyrir okkur í vetur - í sannleika sagt og er í rauninni ekki allveg búin að ákveða hvað mér finnst um þetta. Greinilega er þetta mikið notað, sem er gott....
Jæja - svona er Wiki Pedia í dag :)

Monday, November 22, 2004

Lagkökugerð - stuttmynd...

Ég ætla aðeins að spóla áfram og segja frá verkefninu okkar - en pistillinn um Wiki Pedia kemur samt mjög fljótlega, ekki spurning.
En við hittumst fjórar dugmiklar konur sl. sunnudag (eða í gær, 21. nóvember) heima hjá Agnesi og fórum í það verkefni að gera stuttmynd um lagkökugerð. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og var mikið hlegið í þessari vinslu. Ég hefði ekki haldið að baka köku gæti tekið þennan tíma sem það og gerði ;) - en það var margt sem kom þarna inn í. Director Dísa sá um að mynda þetta í bak og fyrir og var ansi skörugleg við þetta ;) Við hinar, þ.e. ég, Agnes og Heiða sáum um uppstillingu á hráefni, áhöldum oþh. og gerðum kökuna. Í bagrunnin ómuðu hin ýmsu jólalög til að auka á stemminguna.
Við eigum eftir að klippa þetta allt til - það gerist á morgun, 23. nóv. og þá kemur án efa margt spaugilegt í ljós. En við ætlum svo að gera eitthvað meira skemmtilegt með þetta sem verður hægt að sjá þegar ég set tengingu á þetta. Þess verður nú ekki langt að bíða ;)
Annars er þetta námskeið bara að renna sitt skeið. Það er bara eftir að fínpússa eitthvað af verkefnum sem er held ég ekki mikið og það verður allt komið fyrir settan tíma sem er 1. des. Allt að klárast...
Jæja, það kemur meira fyrr en varir... Þar til síðar ;)

Sunday, November 14, 2004

Dynamic Web Template

Þetta var ný innlögn um það sem hægt er að gera í FrontPage 2003 - virkilega skemmtilegt og um að gera að prófa það. Við erum líka búin að fá gátlista frá Salvöru um þau atriði sem þurfa að vera til taks á skilasíðunni. Hér er hægt að skoða það. Við höfum frest til 30. nóvember til að gera síðuna klára. Og tíminn líður ... - Ég er nú samt nokkuð róleg með þetta - ég held að ég eigi ekki svo mikið eftir af verkefnum. Bara gott að hafa þetta til að tékka þetta af hjá sér.
Ég set hérna bara glósurnar mínar úr þessum tíma, þetta eru helstu atriðin:
12. nóvember 2004
Kynning á nýjungum í FrontPage
Dynamic web-template – v. sömu uppsetningar á vefsíðum
Aðferð sem er sama og í dreamveaver(svipað og FrontPage)
Stofnaður vefur – nota vefsíðuna sem Template
Fara í file – save as – ekki sem vefsíða heldur sem (type) finna:
Dynamic Web Template – hafa sama nafn – endar á DWT – vista
Myndast um 3 skjöl þegar maður er búin að vista þetta.
Svo þarf að skilgreina hvaða svæði má breyta – þá má ekki breyta bakgrunni – heldur bara inntakinu. Einn hannar vefinn – en annar sér um að hanna inntakið.
Velja svæðið sem má breyta – Format – dynamic web template = >
manage Editable regions
Alltaf hægt að breyta titlinum á vefsíðunni, en við þurfum að búa til nýtt svæði – svæðið sem við höfum valið. Þurfum að kalla það eitthvað, t.d. inntak eða meginmál – smella á add – þá bætir maður því við. Svo ýta á Close.
Þá er kominn rammi utan um svæðið – sem segir að þetta sé innsláttarsvæði sem má breyta – vista og loka. Búið að skilgreina að það sé bara eitt svæði sem má breyta.
Svo býr maður til vefsíðu – t.d. index
Gera nýja síðu – index.htm tvísmella – auð síða.
Byrja á því að setja uppsetninguna á vefsvæðið – >
Format > dynamic ... – attach dynamic... – smella og velja hvar uppsetningin er. Skjalið með endingunni DWT - open og svo close
Þá er uppsetningin komin á vefsíðuna og hægt að skrifa inn á svæðið sem valið var.

Síðan er gerð ný síða – t.d. lexia1.htm - fara í Format – dynamic... attach ... velja þetta eina skjal sem til er... Svo þarf að þurka út þann texta sem er fyrir og setja inn það efni sem á við svæði f. lexia1
Halda áfram að gera síður fyrir þessa uppsetningu.
Þegar maður er komin með síðu og vill fá aðra vefsíðu – það er kallað:
i-frame – t.d. eins og bloggsíðurnar - finna efni sem á að setja - copy á slóðina - > aftur inní FrontPage – þá fer maður í Insert > inline frame > kemur lítill rammi – smella á og segja hvaða vefsíða á að fara þar inn. – Við þurfum að laga gluggan að því sem á að birtast þar – smella á rammann – draga í hornin til að stækka myndina og líka á hliðarnar – svo ýtir maður á set initial page – þá setur maður vefslóðina á (eins og hyperlink).
Bæta hnappi á síðurnar eftirá:
Ef að skjalið sem maður sér heitir DWT – þá er maður að vinna í því formati.
Insert > interactive buttons – mikið úrval af hnöppum. Þá velur maður hnapp og skýrir hann - setur svo vefslóðina þar sem hann á við > ok

Heimaprófið 10. - 11. nóvember

Já, það var um daginn - sex spurningar í því formi að við áttum að ráðleggja kennara á miðstigi í einhverjum grunnskóla um nokkur mismunandi verkefni.
Maður náði að rifja heilmikið upp, fletta fram og til baka á vefsíðum og í glósum frá tímum.
Bara gaman að vinna þetta og vonandi gleymdist nú ekki mikið ;) Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr verkefninu.

Tuesday, November 09, 2004

Skjákennsla

Miðvikudaginn 3. nóv. sýndi Salvör okkur meira nýtt sem kallast skjákennsla - hér er slóðin að síðunni hennar þar sem hún fjallar nánar um það: http://starfsfolk.khi.is/salvor/skolastarf/skjakennsla.htm

Ég ætla að setja hérna þá punkta sem ég skrifaði niður í síðasta tíma um þetta:
í staðin fyrir að nota mús á tölvu þá er hægt að færa textann á töflunni via þessa aðferð.

Cantasia – skoða slóðina http://www.techsmith.com/products/studio/default.asp

Captivate from Macromedia:
http://www.macromedia.com/software/captivate getur tekið upp skjáinn og búið til kennsluefni þar sem nemandinn er að velja eitthvað eða herma eitthvað. Hægt er að búa til efni þar sem nemandinn er leiddur áfram. Gerir kleift að búa til stuttmyndir – sem maður tekur upp af skjánum.
Hægt að setja þetta inn í MovieMaker og vinna þetta þar.
MatchWare ScreenCorder 4.0 http://www.matchware.net/en/products/screencorder/default.htm Hægt að draga einhverja hluti og setja saman. Í þessari kennslu er gott að skjárinn sé stór og sjáanlegur.

Vonandi er hægt að sig eitthvað meira í þessu.

Á morgun - þ.e. 10. nóv. - fáum við líklega að vita meira um heimaprófið sem við þurfum að taka núna á næstu dögum.
Kemur í ljós - kv. að sinni - Kitta :)


Tuesday, November 02, 2004

Örkennsla - taka 2

Jæja, örkennslan fór í loftið sl. föstudag. Við gerðum þetta mjög skemmtilegt og fengum inni í fundarherberginu í bókasafni skólans. Miklu skemmtilegra umhverfi þar en bara að hafa hvíta veggina. Þetta urðu nokkrar upptökur hjá sumum en gekk samt bara virkilega vel.
Ég var með skyndihjálpina eins og áður hefur komið fram og hér er hægt að sjá niðurstöðuna.
Ég hlóð svo inn hjá mér Microsoft Producer forritið og get þá unnið í þessu á minni tölvu líka. Ég þyrfti að laga aðeins þetta verkefni en samt ekki mikið. Það er mikill munur að hafa þessi forrit sjálfur og geta æft sig hvenær sem er.

Það er svo hópverkefni framundan, hvort sem það verður að fara í skólaheimsókn, gera heimasíður með námsefni eða fleiri verkefni í MovieMaker - kemur allt í ljós á næstunni...
Þar til síðar - kv. Kitta

Thursday, October 28, 2004

Örkennsla

Jæja, tíminn flýgur áfram og það sem liggur fyrir á morgun er að taka upp örkennsluverkefnið okkar. Við ætlum að mæta aðeins fyrr nokkur sem eigum upptökuna eftir.
Ég ætla að kenna nokkur atriði í skyndihjálp eins og áður hefur komið fram. Ég held að ég sé nú nokkuð klár með þetta verkefni mitt.
Hér koma glósurnar mínar úr síðasta tíma - þetta var svo mikið að ég ætla bara að skella því hér inn:

Upptökuvélar oþh.

Þegar búið er að taka upp á myndatökuvél, svo er snúra sem heitir:firewire, sumar vélar eru með usb tengi – sem eru með mikinn hraða. Með digital vél er hægt að vinna þetta á kennaratölvunni þar sem er firewire tengi. Muna að hafa rafhlöður í lagi ef ekki er aðgengi að rafmagnstengi – hafa líka aðra rafhlöðu í hleðslu til vara. Gott að vera búin að finna staðinn sem á að hlaða af upptökuvélinni yfir í tölvuna.
Ekki gott að halda alltaf á vélinni þegar verið er að taka upp í t.d. viðtali, mikið atriði að hún hreyfist eins lítið og hægt er – hafa á þrífóti. Betri myndir ef þetta er allveg stöðugt.
Vélin kveikt – hægt að setja á camera eða vcr –
kemur upp Digital video device – caputre Video – using Windows movie maker (stundum getur maður líka notað Microsoft producer) – ok
þá opnast forritið – hvað á að kalla videoið = gefa þessu nafn, hvar á að geyma það = hafa sérstaka möppu í My documents fyrir svona myndir.
Í KHÍ tölvum er ekki hægt að vista þetta í my documents – heldur á desktop – og svo er hægt að draga efnið yfir í forritið. Spurt um best qutality – velja efsta liðinn sem er næst bestu gæðin, DV-AVI – er með bestu gæðin, samt hægt að velja um önnur gæði.
Next = þá er hægt að velja einhvern ákv. hluta af upptökunni – Next = - svo setur maður videoið af stað - ýta á Start capture - þá er verið að taka upp af videoinu sem færist yfir í tölvuna. Svo er ýtt á Stop capture – þegar búið er að taka nógu mikið.
Ýta á Finish = þá hleður hún verkefnið inn á Movie maker. Forritið skiptir efninu í nokkra búta og setja niður á vinnslu sleðann.
Hægt er að stilla slóðann á myndbrotinu og hafa það sem kyrrmynd – þá er ýtt á takkann með myndavélinni – og maður vistar þetta eins og venjulega mynd. Vista þetta í my documents. Flott að hafa svona stillimynd sem forsíðu – má líka vera af manni sjálfum – sem kynning.
Þegar á að skipta myndbroti í tvent – þá setur maður á stop þar sem þetta á að gerast, smellt á Cut takka niðri - (split the clip into two frames) Þá er myndbrotið orðið að tveimur hlutum. Svo eru myndbrotin dregin niður á vinnslu sleðann.
Vinna þetta fyrst í Movie maker, klippa þetta til – og svo nota Producer
Þegar þetta er búið er að vinna þetta þá þarf að vista verkefnið – t.d. save Movie file – next – skýra verkefnið – next – (fyrir stuttmynd á vef þá á að vista á 150 – en það er annað með örkennsluverkefnið) þá á að vista í Best quality for playback – next – svo þarf að vista þetta í í þeirri möppu þar sem þessi verkefni eru - svo setur maður bara finsih.

Tengja saman glærur og video bútinn: ræsa Producer – taka inn glærurnar og video bútinn. Til að taka inn video – er smellt á þá möppu og eins með glærurnar.
Meiri möguleikar í þessu forriti heldur en Movie maker. T.d. hægt að setja template – en oft er bara notað default.
Þá er sett insert – open og náð í glærurnar – hleðst inn... hægt að fletta á milli glæranna og skoðað, leiðrétt oþh. (edit slides) – ef þar.
Taka inn videoið – smella á video – import video – hægt að draga bæði glærur og myndbandið á vinnslu sleðann. Select og all – til að draga allar glærur niður í einu. Syncronesera video og glærur – hnappur uppi sem heitir syncronase.
Þá kemur fyrstu glærua og hvernig myndbandið á að byrja. Samstilla þetta með því að setja á next slide eftir því sem videoið heldur áfram.

Þegar allt er nú komið, tilbúið í möppu – þá þarf að hafa FrontPage opið og draga hana inn á vefinn...

Það vantar kanski eitthvað inn í þetta - maður hefur varla undan að skrifa og líka að reyna að fylgjast með þessu öllu - hvað þá að ná þessu. En ef maður æfir sig nú þá ætti þetta að koma.

Svo er það upptakan í fyrramálið - best að gleyma ekki varalitinum ;)