Jæja, tíminn flýgur áfram og það sem liggur fyrir á morgun er að taka upp örkennsluverkefnið okkar. Við ætlum að mæta aðeins fyrr nokkur sem eigum upptökuna eftir.
Ég ætla að kenna nokkur atriði í skyndihjálp eins og áður hefur komið fram. Ég held að ég sé nú nokkuð klár með þetta verkefni mitt.
Hér koma glósurnar mínar úr síðasta tíma - þetta var svo mikið að ég ætla bara að skella því hér inn:
Upptökuvélar oþh.
Þegar búið er að taka upp á myndatökuvél, svo er snúra sem heitir:firewire, sumar vélar eru með usb tengi – sem eru með mikinn hraða. Með digital vél er hægt að vinna þetta á kennaratölvunni þar sem er firewire tengi. Muna að hafa rafhlöður í lagi ef ekki er aðgengi að rafmagnstengi – hafa líka aðra rafhlöðu í hleðslu til vara. Gott að vera búin að finna staðinn sem á að hlaða af upptökuvélinni yfir í tölvuna.
Ekki gott að halda alltaf á vélinni þegar verið er að taka upp í t.d. viðtali, mikið atriði að hún hreyfist eins lítið og hægt er – hafa á þrífóti. Betri myndir ef þetta er allveg stöðugt.
Vélin kveikt – hægt að setja á camera eða vcr –
kemur upp Digital video device – caputre Video – using Windows movie maker (stundum getur maður líka notað Microsoft producer) – ok
þá opnast forritið – hvað á að kalla videoið = gefa þessu nafn, hvar á að geyma það = hafa sérstaka möppu í My documents fyrir svona myndir.
Í KHÍ tölvum er ekki hægt að vista þetta í my documents – heldur á desktop – og svo er hægt að draga efnið yfir í forritið. Spurt um best qutality – velja efsta liðinn sem er næst bestu gæðin, DV-AVI – er með bestu gæðin, samt hægt að velja um önnur gæði.
Next = þá er hægt að velja einhvern ákv. hluta af upptökunni – Next = - svo setur maður videoið af stað - ýta á Start capture - þá er verið að taka upp af videoinu sem færist yfir í tölvuna. Svo er ýtt á Stop capture – þegar búið er að taka nógu mikið.
Ýta á Finish = þá hleður hún verkefnið inn á Movie maker. Forritið skiptir efninu í nokkra búta og setja niður á vinnslu sleðann.
Hægt er að stilla slóðann á myndbrotinu og hafa það sem kyrrmynd – þá er ýtt á takkann með myndavélinni – og maður vistar þetta eins og venjulega mynd. Vista þetta í my documents. Flott að hafa svona stillimynd sem forsíðu – má líka vera af manni sjálfum – sem kynning.
Þegar á að skipta myndbroti í tvent – þá setur maður á stop þar sem þetta á að gerast, smellt á Cut takka niðri - (split the clip into two frames) Þá er myndbrotið orðið að tveimur hlutum. Svo eru myndbrotin dregin niður á vinnslu sleðann.
Vinna þetta fyrst í Movie maker, klippa þetta til – og svo nota Producer
Þegar þetta er búið er að vinna þetta þá þarf að vista verkefnið – t.d. save Movie file – next – skýra verkefnið – next – (fyrir stuttmynd á vef þá á að vista á 150 – en það er annað með örkennsluverkefnið) þá á að vista í Best quality for playback – next – svo þarf að vista þetta í í þeirri möppu þar sem þessi verkefni eru - svo setur maður bara finsih.
Tengja saman glærur og video bútinn: ræsa Producer – taka inn glærurnar og video bútinn. Til að taka inn video – er smellt á þá möppu og eins með glærurnar.
Meiri möguleikar í þessu forriti heldur en Movie maker. T.d. hægt að setja template – en oft er bara notað default.
Þá er sett insert – open og náð í glærurnar – hleðst inn... hægt að fletta á milli glæranna og skoðað, leiðrétt oþh. (edit slides) – ef þar.
Taka inn videoið – smella á video – import video – hægt að draga bæði glærur og myndbandið á vinnslu sleðann. Select og all – til að draga allar glærur niður í einu. Syncronesera video og glærur – hnappur uppi sem heitir syncronase.
Þá kemur fyrstu glærua og hvernig myndbandið á að byrja. Samstilla þetta með því að setja á next slide eftir því sem videoið heldur áfram.
Þegar allt er nú komið, tilbúið í möppu – þá þarf að hafa FrontPage opið og draga hana inn á vefinn...
Það vantar kanski eitthvað inn í þetta - maður hefur varla undan að skrifa og líka að reyna að fylgjast með þessu öllu - hvað þá að ná þessu. En ef maður æfir sig nú þá ætti þetta að koma.
Svo er það upptakan í fyrramálið - best að gleyma ekki varalitinum ;)